Stofnfé og höfuðstóll sjóðsins er 5 milljónir króna og byggist á gjöf Elínar Storr til Mæðrastyrksnefndar. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins má verja vöxtum af höfuðstólnum, ásamt fé sem safnast í sjóðinn, til að styrkja konurnar.
Allt starf kringum sjóðinn er sjálfboðastarf svo allt fé sem safnast fer beint til að styrkja konur til náms.
Almenningur og fyrirtæki geta styrk sjóðinn, og þar með konur til náms.
Frjáls framlög eru þegin með kærum þökkum:
Banki: 515-14-407333
Kennitala: 660612-1140
Mánaðarleg framlög eru jafnvel enn betri, auðvelt að byrja og halda áfram
Með mánaðarlegum framlögum þá fæst stöðugari féstraumur sem gerir stjórn Menntunarsjóðsins kleift að skipuleggja starfsemina betur, til skemmtri og lengri tima.
Menntunarsjóðurinn er á almannaheillaskrá Skattsins og því geta styrkaraðilar (einstaklingar og fyrirtæki) fengið framlög til sjóðsins frádráttarbær frá tekjuskattstofni og lækkað skatta sína ásamt því að styrkja gott málefni. Framlög gefin frá 1. nóvember 2021 eru frádráttarbær frá skatti.