Leiðir nýsköpunarrannsókn í matvælafræði

Leiðir nýsköpunarrannsókn í matvælafræði

„Ég hafði lokið þremur árum í læknisfræði við Háskóla Íslands þegar ég varð að hætta námi vegna kvíða og þunglyndis,“ segir viðmælandi minn, rúmlega fertug tveggja barna móðir. Í dag, 11 árum seinna, er hún ein af 73 konum sem Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur styrkir til náms þetta skólaárið. Hún leggur nú lokahönd á mastersritgerð í matvælafræði þar sem hún rannsakar lífvirk efni í því skyni að þróa frekari varðveisluaðferðir andoxunarefna. Jafnframt hefur hún sótt um styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til að halda rannsóknum sínum áfram og leggja drög að því hvernig hagnýta megi niðurstöður þeirra.


Lífið er ófyrirsjáanlegt og tekur oft óvæntar sveigjur. Eftir að hafa orðið að hverfa frá námi í læknisfræði, tóku við ár þar sem áherslan var fyrst og fremst lögð á að ná betri tökum á heilsu og líðan. Fyrir um fimm árum síðan var hins vegar aftur komið að því að halda áfram námi. Möguleikar til atvinnu þennan tíma höfðu verið takmarkaðir og hún hafði reitt sig á endurhæfingar- og örorkubætur. Hins vegar duga slíkar bætur stutt þegar óvænt útgjöld koma upp á líkt og oft gerist í barnafjölskyldum. „Það var fyrir ári, eftir röð atvika, sem ég leitaði til Mæðrastyrksnefndar. Ég átti 18 þúsund inni á bankareikningi í upphafi mánaðar og það voru að koma páskar.“ Þetta var í fyrsta sinn sem hún hafði leitað eftir stuðningi og lýsir því að það hafi verið ákveðinn þröskuldur að stíga þetta skref, en að sér hafi verið tekið af hlýju í þessum erfiðu aðstæðum og meðal annars bent á að hún gæti sótt um styrk fyrir skólagjöldum og námsgögnum í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar.


„Að vita að ég stend ekki ein og á stuðning vísan hefur bein áhrif á líðan mína,“ segir hún og bendir á að stöðugar áhyggjur af því að láta enda ná saman auki aðeins á og viðhaldi sjúkdómseinkennum. „Það skiptir svo miklu máli fyrir heilsu mína að vita að ég hef stuðning. Til dæmis hafði ég miklar áhyggjur af því hvað tölvan mín, þar sem öll mín gögn voru vistuð og þar sem kennslan fór fram, var orðin léleg. Meira að segja hljóðið var hætt að virka. Þá tók Menntunarsjóður við og styrkti mig með tölvu og létti þannig af mér þessum kvíðavaldi.“


Hún lýsir því jafnframt hvernig áhyggjur af því að eiga fyrir skólagjöldum og námstengdum kostnaði hafi bæst ofan á áhyggjur af öðrum útgjöldum heimilisins. „Að eiga fyrir þessu var streituvaldur sem lagðist yfir og eyðilagði sumarið. Þess vegna, þegar ég veit nú að allir þessir hlutir, námsgjöld og bókastyrkur eru tryggir, þá er það svo stór partur af því að draga úr áhyggjum… Mér líður miklu betur af því að ég veit að þetta verður allt í lagi,“ segir hún og bætir svo við, „það verður allt svo miklu skemmtilegra og léttara þegar ég veit að endar ná saman.“

May 7, 2024
„Ég hélt ekki að ég gæti sótt um þennan styrk. Ég var í miðju háskólanámi í sálfræði og ég hélt að þetta væri frekar fyrir konur sem væru að klára framhaldskóla eða jafnvel konur af erlendum uppruna til að taka íslensku til að komast inn á vinnumarkaðinn.“ Hún bendir á að það að sækja um styrk hjá Menntunarsjóði hafi verið örþrifaráð sem reyndist síðan sá stuðningur sem varð til þess að hún gat klárað námið. Viðmælandi okkar var komin langt í sálfræðinámi við Háskólann í Reykjavík þegar hún veikist. Veikindin ullu því að hún þurfti að vera frá námi eina önn og byrja síðan rólega aftur með því að taka færri áfanga. Þetta gerði það að verkum að hún gat ekki lengur sótt um námslán sem var lykillinn að því að geta borgað skólagjöldin. „Það er gerð krafa um að þú ljúkir ákveðið mörgum áföngum önnina áður til að geta fengið áfram lán. Staðreyndin er bara að þetta er dýrt nám og erfitt að vera einstæð móðir og ætla sér að komast í gegnum háskólanám í HR.“ Að fá styrk frá Menntasjóði mæðrastyrksnefndar til að greiða hlut í skólagjöldunum og kostnað við bókakaup var það sem bjargaði málunum. „Þetta var stoðin sem ég þurfti til að geta haldið áfram og klárað þessa síðustu önn,“ segir viðmælandi sem útskrifaðist með BS próf í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2023. Spurð að því hvernig það hafi komið til að hún sótti um styrkinn til Menntasjóðsins, segir hún frá því að þetta ár hafi hún tekið ákvörðun um að koma í jólaúthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd. Þar hafi hún farið að ræða um sínar aðstæður við starfsfólk sem vann við úthlutunina. „Það var þá sem ég var hvött af starfsfólkinu sem tók á móti mér til að sækja um námsstyrkinn. En, eins og ég segi, það kom mér á óvart að þetta væri styrkur sem veittur væri í háskólanám og að þetta væri eitthvað sem ég gæti sótt um í þessum aðstæðum sem ég var í.“ Hún bendir jafnframt á mikilvægi þess fyrir alla sem eru í svipuðum sporum að leita allra leiða sem eru í boði, að gefast ekki upp og reyna að forðast að upplifa skömm vegna þess að maður þurfi að leita eftir stuðningi. Aðstæður viðmælenda okkar hafa verið krefjandi allt frá því hún hóf menntaskólagöngu. „Ég byrjaði í raun fyrir alvöru í menntaskóla þegar dóttir mín var í kringum eins árs og gerði þetta síðan bara hægt og rólega.“ Á þessum árum voru þær mæðgur ýmist á almennum leigumarkaði eða í húsnæði í gegnum Félagsmálastofnun. „Síðan, um leið og ég klára stúdentinn 2017, þá sæki ég um leiguíbúð í gegnum BN (Byggingarfélag námsmanna) og fer beint í nám í háskólanum.“ Hún bendir á að það að hún hafi getað verið í námi allan þennan tíma, fyrst í framhaldskóla og svo háskóla, hafi í raun haldið þeim mæðgum á floti, eins og hún kemst að orði. „Ég er búin að búa í íbúðinni hjá BN alveg síðan ég byrjaði í háskólanum en nú er komið að því að ég er að flytja.“  Það má með sanni segja að lífið hafi tekið miklum breytingum síðan. Í dag er hún komin í sambúð, nýtt barn hefur bæst í hópinn og fjölskyldan er búin að kaupa sér íbúð sem þau eru að flytja í. „Þvílík gjörbreyting þetta síðasta ár. Þess vegna langar mig líka svo að gefa til baka. Ég var að njóta aðstoðar og nú er komið að því að ég get stutt aðra.“
March 14, 2024
Stefnir á meistaranám í talmeinafræði
March 14, 2024
Gaman að finna hvað margir eru tilbúnir að leggja okkur lið
October 17, 2023
Við viljum þakka Kristmundi Axel, Margréti Evu og Freyju Sigríði sem hlupu samtals 62,2 kílómetra á laugardaginn og söfnuðu áheitum fyrir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur kærlega fyrir stuðninginn! Einnig viljum við þakka þeim sem styrktu hlauparana okkar. Án ykkar allra væri starfsemi Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur ekki gerleg. Takk! Áheitasöfnun hlaupsins er ennþá opin og verður til miðnættis 21. ágúst. https://www.rmi.is/.../8200-kristmundur-axel-kristmundsson https://www.rmi.is/.../8631-freyja-sigridur-asgeirsdottir https://www.rmi.is/.../8216-margret-eva-sigurdardottir Fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Anna, Nína og Auður.
October 17, 2023
There are so many good reasons to communicate with site visitors. Tell them about sales and new products or update them with tips and information.
Share by: